Skjámynd af vindkorti Veðurstofunnar fyrir klukkan 19 í kvöld.

Bálhvasst síðdegis og í kvöld

Gul viðvörun er vegna veðurs á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag og kvöld. Suðaustan stormur, 18-25 m/s verður á Faxaflóasvæðinu en hvassast verður á Reykjanesi. Hvassar hviður við fjöll, um 40 m/s, til dæmis á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Á Breiðafjarðarsvæðinu verður suðaustan stormur, 15-23 m/s og hvassar hviður, um 35 m/s, á norðanverðu Snæfellsnesi. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum og vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát eða vera ekki á ferð þar sem vindur stendur af fjöllum.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir