Randy og Þytur frá Skáney. Ljósm. iss.

Randy og Þytur fimmgangsmeistarar í þriðja sinn

Keppt var í fimmgangi í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum á föstudaginn. Upprunalega átti mótið að vera fyrir hálfum mánuði en vegna veðurs þurfti að fresta því og verður því lokamót deildarinnar fimmtudaginn 18. apríl þegar keppt verður í tölti og skeiði í gegnum höllinna. Sigurvegari í fimmganginum var Randi Holaker og Þytur frá Skáney. Er þetta þriðja árið í röð sem þau vinna fimmgangskeppni Vesturlandsdeildarinnar. Eftir mótið á föstudagskvöldið er það lið Skáneyjar/ Hestalands sem leiðir í liðakeppninni og vann það einnig liðaplattann fyrir fimmganginn. Siguroddur Pétursson leiðir í einstaklingskeppninni en næstar á eftir honum koma Fredrica Fagerlund og Ylfa Guðrún Svavarsdóttir.

Hér koma svo úrslitin á föstudag:

A úrslit

  1. Randi Holaker og Þytur frá Skáney 6,74
  2. Siguroddur Pétursson og Elding frá Hvoli 6,24

3-4. Fredrica Fagerlund og Snær frá Keldudal 6,19

3-4. Benjamín Sandur Inólfsson og Smyrill frá V-Stokkesey 6,19

  1. Heiða Dís Fjeldsted og Gleði frá Hvanneyri 5,79
  2. Ylfa Guðrún Svavarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum 4,79

B úrslit

  1. Hrefna María Ómarsdóttir og Laufey frá Seljabrekku 6,19
  2. Iðunn Svansdóttir og Nökkvi frá Hrísakoti 6,10
  3. Matthías Kjartansson og Hrefna frá Kirkjubæ 6,02
  4. Páll Bragi Hólmarsson og Sigurdís frá Austurkoti 4,14.
Líkar þetta

Fleiri fréttir