Björn Haukur Einarsson og Karl Björgúlfur Björnsson með tvö af hrossum úr ræktun Sigfúsar Jónssonar í Skrúð. Björn heldur í Bylgju fjögurra vetra og Bjöggi í stóðhestinn Stökkul, fimm vetra. Ljósm. mm.

Nóg að gera við tamningar á Syðstu-Fossum

Á Syðstu-Fossum í Andakíl hefur um árabil verið rekin tamningastöð. Hún er til húsa í fyrrum fjósi Snorra Hjálmarssonar bónda sem breytt var í hesthús þegar kúabúskap var hætt og í samliggjandi hlöðum eru tamningatryppin svo þjálfuð. Þar ráða nú ríkjum tveir karlar sem hvor um sig hafa verið viðloðandi hestamennsku frá æsku, en sameinuðust um rekstur tamningastöðvar á síðasta ári. „Þetta er fyrsta árið okkar í samstarfi og þetta hefur alveg þrælsmollið saman hjá okkur eins og hjá elskendum á heitri haustnótt,“ segja tamningarkarlarnir á Syðstu-Fossum í Andakíl. Björn Haukur Einarsson frá Neðri-Hrepp hefur um árabil haft aðstöðu á Syðstu-Fossum en á síðasta ári ákváðu hann og Þingeyingurinn Karl Björgúlfur Björnsson fyrrum sjómaður að taka höndum saman og reka tamningastöðina í félagi. „Þegar menn eru samhentir og kunna til verka er það í senn skemmtilegra og auðveldara að hjálpast að við þessi störf. Frumtamningar á hrossum geta verið hálfgerð færibandavinna og það hentar prýðilega þegar tveir samhentir karlar vinna slík störf saman. Sumir gætu alveg sagt að í okkar tilfelli ætti það við að haltur leiddi blindan. Við reynum að hafa þetta skemmtilegt, en það skiptir svo ótrúlega miklu máli, sama við hvað maður starfar,“ segja þeir félagar.

Blaðamaður Skessuhorns leit við í hesthúsinu hjá þeim félögum í síðustu viku. Sjá nánar í blaði vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir