Ungt fólk og lýðræði til umfjöllunar í Borgarnesi

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin á Hótel B59 í Borgarnesi á morgun og föstudag. Um 80 ungmenni á aldrinum 14-25 ára frá ungmennaráðum alls staðar að af landinu koma saman á ópólitískum vettvangi og ræða saman málefni líðandi stundar. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?“ Og verður þar m.a. fjallað um geðheilbrigðismál sem hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Setningarathöfn verður á morgun, 11. apríl, þar sem ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flytja ávarp ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanns barna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir