: Brynjar Már Ellertsson úr ÍA (t.v.) varð þrefaldur Íslandsmeistari í badminton um helgina. Hér er hann ásamt Gabríel Inga Helgasyni úr BH, sem vann einnig þrefalt. Ljósm. Badmintonsamband Íslands.

Brynjar Már þrefaldur Íslandsmeistari í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram um helgina. Brynjar Már Ellertsson úr ÍA sigraði í einliðaleik í A flokki karla. Brynjar Már og Pontus Rydström úr ÍA sigruðu í tvíliðaleik A flokks karla og í tvenndarleik í A flokki sigruðu mæðginin Brynjar Már og Brynja Kolbrún Pétursdóttir. Brynjar Már varð því þrefaldur Íslandsmeistari. Drífa Harðardóttir er Íslandsmeistari í tvíliðaleik í Meistaraflokki kvenna en hún lék ásamt Erlu Björgu Hafsteinsdóttur úr BH. Irena Rut Jónsdóttir fagnaði sigri í tvíliðaleik í B flokki ásamt Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir