Aftur brotist inn í Hönnubúð

Á öðrum tímanum í nótt var brotist inn í Hönnubúð í Reykholti í Borgarfirði, einungis tveimur sólarhringum eftir síðasta innbrot í verslunina. Að sögn Jóhönnu Sjafnar Guðmundsdóttur kaupmanns náðu innbrotsþjófarnir að taka með sér lítilsháttar af tóbaki. Innbrotskerfi lét strax í sér heyra og sást til ferða þjófanna. Lögreglan á Vesturlandi fann þá svo skömmu síðar á akstri í Hvítársíðu. Þeir bíða nú yfirheyrslu. Ekki liggur fyrir hvort viðkomandi tengist innbrotinu í verslunina á sunnudagskvöldið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir