Eins og sést á myndinni er ekki mikið pláss til að leggja í stæðið. Ljósm. tfk.

Vel lagt milli húsa

Það hefur vakið töluverða athygli vegfarenda sem fara um Sæbólið í Grundarfirði að undanförnu að rútubifreið nokkurri hefur verið komið kyrfilega fyrir á milli húsa Ragnars og Ásgeirs ehf. og Bifreiðaþjónustu Snæfellsness.

Margir hafa sést staldra þarna við, taka myndir og klóra sér svo í hausnum yfir því hvernig þetta sé hægt samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar.

Hjalti Allan Sverrisson, framkvæmdastjóri Bifreiðaþjónustu Snæfellsness og Rútuferða ehf., hefur komið hópferðabifreiðinni þarna fyrir og hyggst breyta henni í móttökusal fyrir ferðamenn. Fyrsta skrefið var að koma henni á réttan stað.

Hjalti vill ekki gefa upp hvernig hann fór að þessu og verða menn bara að brjóta heilann um það þangað til annað kemur í ljós.

Líkar þetta

Fleiri fréttir