Safnasvæðið í Görðum. Ljósm. fh.

Óska eftir að Kútter Sigurfara verði fargað

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ritað Minjastofnun bréf þar sem farið er fram á heimild til að farga Kútter Sigurfara, sem stendur að niðurlútum kominn á Safnasvæðinu í Görðum. Í bókun vegna málsins segir að með þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á skipinu telji Akraneskaupstaður sig hafa sinnt rannsóknum á kútter Sigurfara með fullnægjandi hætti en m.a. var haldið alþjóðlegt málþing og ítarleg rannsókn framkvæmd. Skrásetning var á heimildum um kútterinn, söfnun heimilda í munnlegri geymd, söfnun ljósmynda, skrásetning á byggingarlagi kúttersins og skrásetning á heildarmynd skipsins.“ Þó er tekið fram í bréfi bæjarstjórnar að áður en til förgunar á skipinu kæmi verði áhugasömum aðilum gefinn kostur á að hirða skipið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir