Listaverkið Grettistak við Höfða.

Fimm dagdvalarrými færð að Höfða frá öðrum á Vesturlandi

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú svarað beiðni hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða frá 24. október 2017, sem ítrekað var í janúar síðastliðinum, þar sem farið var fram á að fjölga dagdvalarrýmum á Höfða um fimm og að breyta tíu almennum dagdvalarrýmum í fimm sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun. Í svari ráðuneytisins er orðið við beiðni um fjölgun fimm dagdvalarrýma á Höfða en fjölgunin er gerð með þeim hætti að fimm ónýttar rekstrarheimildir til dagdvalarrýma verða færðar frá öðrum stöðum innan heilbrigðisumdæmis Vesturlands þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Höfða. Um er að ræða tvær rekstrarheimildir dagdvalarrýma á Jaðri í Ólafsvík, tvær í Barmahlíð á Reykhólum og eina í Fellaskjóli í Grundarfirði.

(Athugið að fréttin var uppfærð á mánudagsmorgun)

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir