Bilaðir jeppar sunnan Þórisjökuls

Í nótt voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar til leitar að fólki á Langjökli. Aðstandendur fólksins, sem er á þremur jeppum, hafði samband þar sem farið var að óttast um það. Sjö jeppar voru sendir á Langjökul eftir tveimur leiðum en fljótlega tókst að staðsetja fólkið ekki langt frá Þórisjökli, sunnan Langjökuls. Um hálfáttaleytið sá björgunarsveitarfólk til jeppanna og eru þeir staðsettir töluvert sunnan Langjökuls, rétt norðan við Skjaldbreið. Fólkinu var komið til hjálpar og amaði ekkert að því.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira