Dalastúlkur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í flokki 6. bekkjar stelpna stærri. Jasmin Hall Valdimarsdóttir sigraði, Embla Dís Björgvinsdóttir varð önnur og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir var þriðja. Ljósm. GLÍ.

Glímdu vel á grunnskólamóti

Ungir og efnilegir glímukappar úr Dölum gerðu góða ferð á Grunnskólamót Glímusambands Íslands sem fram fór á Hvolsvelli um helgina. Í flokki 6. bekkjar stelpna stærri röðuðu Dalastelpur sér í þrjú efstu sætin. Jasmin Hall Valdimarsdóttir sigraði, Embla Dís Björgvinsdóttir varð önnur og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir hafnaði í þriðja sæti. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir sigraði í flokki 7. bekkjar stelpna stærri, Dagný Sara Viðarsdóttir hafnaði í þriðja sæti og Birna Rún Ingvarsdóttir í fimmta. Kristey Sunna Björgvinsdóttir varð önnur í flokki 6. bekkjar stelpna minni og Matthías Hálfdán Hjaltason varð fjórði í flokki 6. bekkjar stráka stærri. Hvolsskóli bar sigur úr býtum í stigakeppni skólanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir