Sementsstrompurinn á Akranesi. Ljósm. kgk.

Strompurinn fellur – BEIN ÚTSENDING

Skessuhorn, í samstarfi við ÍATV, sýnir beint frá fellingu sementsstrompsins í Akranesi nú í hádeginu. Til stóð að fella strompinn kl. 12:15, en því hefur nú verið seinkað til kl. 14:00.

Fyrst verður sprengt í um 25 metra hæð og um fjórum sekúndum síðar við rætur hans. Þar með lýkur rúmlega sex áratuga sögu sementsstrompsins sem eins helsta kennileitis Akranesbæjar.

Lesendur geta fylgst með þessum merka viðburði í beinni útsendingu ÍATV í samstarfi við Skessuhorn í spilaranum hér fyrir neðan. Horft er í átt að strompnum frá áhorfendastúkum Akranesvallar, en þar á þakinu eru myndavélar ÍATV staðsettar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir