Áslaug Þorvaldsdóttir og Justyna Jasinska hafa báðar starfað á Landnámssetrinu í áratug.

Sýna fram á að hægt sé að vaxa í starfi ef vilji er til

„Við gerðum nú ekki ráð fyrir þessu svo þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja þær Áslaug Þorvaldsdóttir og Justyna Jasinska sem voru á dögunum heiðraðar í vinnunni fyrir að eiga um þessar mundir tíu ára starfsafmæli á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þær eru báðar mjög góð dæmi þess að hægt sé að vaxa í starfi ef viljinn er fyrir hendi. Áslaug byrjaði í hlutastarfi við uppvask og er nú framkvæmdastjóri og Justyna var fyrst hlutastarfsmaður í ræstingum en er í dag kokkur. „Fyrsti vinnudagurinn minn var 9. mars 2009 og um sumarið sama ár var ég svo færð yfir í skálann að sjá um að taka á móti ferðamönnum. Fljótlega var ég farin að sjá um bókanir, samskipti við gesti og ferðaskrifstofur og bókhaldið. Þetta þróaðist svo bara upp á við hægt og rólega og fyrr á þessu ári var ég svo gerð að framkvæmdastjóra,“ segir Áslaug og brosir. Áður en Áslaug tók fyrst til starfa á Landnámssetrinu vann hún sem starfsmannastjóri hjá Loftorku um tíma en þar á undan hafði hún um langt skeið séð um bókhald fyrir Borgarnes Kjötvörur.

Rætt er við þær stöllur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir