Nöfn fermingarbarna má ekki birta án upplýsts samþykkis

Á hverju ári fyrir fyrstu fermingarathafnir hefur Skessuhorn birt lista yfir nöfn væntanlegra fermingarbarna í landshlutanum. Samkvæmt persónuverndarlögum sem tóku gildi síðasta sumar er óheimilt að birta nöfn fermingarbarnanna án skriflegs leyfis foreldris. Ekki hefur náðst að fá undirskriftir allra foreldra og hefur ritstjórn því ákeðið að birta ekki nöfn fermingarbarna á Vesturlandi að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir