Villimey settist niður á kaffihúsi með blaðamanni og ræddi um dvölina í Japan á tímum jarðskjálfta og nýútkomna bók hennar Nocturnal Blood. Ljósm. klj.

Nocturnal Blood er svar við væmni í vampírubókmenntum

Skagakonan Villimey Mist Sigurbjörnsdóttir hefur frá unga aldri verið heilluð af vampírum og þeim sagnaheimi sem umlykur þær. Hún þakkar eldri bróður sínum, Hafsteini Mar Sigurbjörnssyni áhugann, en hann var duglegur við að kynna hana fyrir allskyns vampírum eins og Drakúla greifa sem varð hvað frægastur í skáldsögu Bram Stoker og fjöldi annarra skáldsagna byggir á. Í skáldsögu Stoker er Drakúla óvægið skrímsli sem drepur sér til matar og hugar ekkert að lífi fórnarlamba sinna. Villimey segir að þetta séu vampírurnar sem hún þekki hvað best og segir vampírusögur eins og þær eru í dag vera algjört miðjumoð, þar sem vampírurnar eru í ástarsamböndum við menn og skrímslin, sem vampírur ættu réttilega að vera, eru á bak og burt.

Rætt er við Villimey í Skessuhorni vikunnar um bókina hennar Nocturnal Blood, dvöl í Japan og sitthvað fleira.

Líkar þetta

Fleiri fréttir