Sala fermingarskeyta KFUM og K verður að Merkigerði 2, í nýbyggingu þar sem Reiðhjólaverkstæðis Axels Gústafssonar er til húsa.

KFUM og K með skeytasölu á Akranesi

KFUM og K á Akranesi mun á næstu vikum, á fermingardögum á Akranesi, selja heillaóskaskeyti. Salan verður að þessu sinni á Reiðhjólaverkstæði Axels Gústafssonar við Merkigerði 2. Hægt er að panta skeyti með að hringja í síma 896-1979 eða koma á verkstæðið. Opið verður alla sunnudaga sem fermt verður á milli klukkan 10 og 18. Að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu skeytanna til barnastarfs Akraneskirkju sem séra Þráinn Haraldsson prestur stýrir. Fyrstu fermingar í Akraneskirkju verða sunnudaginn 24. mars. Fermt verður næstu þrjá sunnudaga að auki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir