Jóhann Ársæll Atlason ÍA úr er hér fyrir miðju. Hann átti bestan dag í fimmtu umferð meistarakeppninnar og stóð uppi sem sigurvegari eftir tímabilið. Steindór Máni Björnsson varð annar yfir tímabilið og Adam Geir Baldursson þriðji, báðir úr ÍR.

Góður árangur í meistarakeppni ungmenna

Fimmta og síðasta umferð meistarakeppni ungmenna í keilu á þessu tímabili fór fram laugardaginn 16. mars. Alls tóku um 50 ungmenni þátt í mótaröðinni á þessu tímabili. Bestan dag að þessu sinni skiptið átti Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA, en hann varð efstur í 2. flokki pilta og skoraði 1.275 eða 212,5 að meðaltali. Hann varð sömuleiðis efstur á keppnistímabilinu í sínum flokki.

Hlynur Helgi Atlason sigraði í 3. flokki pilta, Jónas Hreinn Sigurvinsson hafnaði í sjöunda sæti og Sindri Már Einarsson í áttunda. Sé litið til alls tímabilsins í 3. flokki pilta hafnaði Hlynur Helgi í öðru sæti, Sindri Már í því sjötta, Jónas Hreinn í því sjöunda, Róbert Leó Gíslason í áttunda, Ísak Birkir Sævarsson í tíunda og Ólafur Hjalti Haraldsson í þrettánda.

Sóley Líf Konráðsdóttir varð fimmta í 3. flokki stúlkna og hafnaði í sjötta sæti í eftir keppnistímabilið 2018-2019.

Í 4. flokki pilta sigraði Tómas Freyr Garðarsson, Matthías Leó Sigurðsson hafnaði í öðru sæti og Ísak Freyr Konráðsson varð sjötti. Matthías Leó hreppti hins vegar fyrsta sætið yfir tímabilið, Tómas Freyr það fjórða og Ísak Freyr varð áttundi.

Særós Erla Jóhönnudóttir sigraði í 5. flokki stúlkna í fimmtu umferð meistarakeppninnar sem leikin var þarsíðasta laugardag.

Tómas Freyr Garðarsson ÍA sigraði í 4. flokki pilta og Matthías Leó Sigurðsson ÍA varð annar, en Matthías varð engu að síður hlutaskarpastur á tímabilinu. Með þeim á myndinni er Mikael Aron Vilhelmsson úr KFR, sem lenti í þriðja sæti í fimmt umferð meistarkeppninnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir