Keilir við bryggju í Ólafsvík. Ljósm. þa.

Nýtt olíuflutningaskip á ferðinni

Keilir, nýjasta skip Olíudreifingar, kom í fyrsta skipti til hafnar í Ólafsvík í síðustu viku. Keilir kom til landsins 13. febrúar síðastliðinn frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Keilir er 49 metra langur, búinn átta farmgeymum og getur flutt allar tegundir af eldsneyti sem í boði eru hérlendis. Dælugeta þess er þrefalt meiri en Laugarnessins, hins 40 ára gamla elsneytisflutningaskips sem Keilir hefur nú leyst af hólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir