Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur.

Marshallaðstoð til umfjöllunar í kvöld í Snorrastofu

Í kvöld, þriðjudaginn 19. mars, flytur Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur frá Ferjubakka, fyrirlestur um aðstoð Bandaríkjastjórnar við Íslendinga eftir síðari heimsstyrjöldina, kennda við þáverandi utanríkisráðherra þeirra, George Marshall. Í fyrirlestrinum verður leitað svara við því, hver hugmyndafræðin var á bakvið aðstoðina, hvernig fjármagn hennar var nýtt og hver aðkoma okkar ráðamanna var að ákvörðunum í þeim efnum. Þá verður einnig skoðað hver framtíð landsins hefði orðið án þessa erlenda fjármagns. Sigrún Elíasdóttir er Borgfirðingur, með MA gráðu í sagnfræði og ritlist frá HÍ og hefur stundað sjálfstæð ritstörf undanfarin ár. Marshall áætlunin og tæknivæðing Íslands var lokaverkefni hennar í meistaranámi í sagnfræði. 

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu og að venju er boðið til kaffiveitinga og umræðna að honum loknum. Aðgangseyrir er kr. 500 og allir eru hjartanlega velkomnir. 

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir