Sigurvegarar í einmenningi BB. F.v. Einar Guðmundsson, Egill Kristinsson, Magnús Magnússon og þær Helga Jónsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir, sem urðu efstar af konunum.

Borgfirðingar gestrisnir í einmenningnum

Það var létt og skemmtileg stemning í árlegri keppni Bridgefélags Borgarfjarðar í einmenningi, sem spiluð var í gærkveldi. Spilað var á sjö borðum og meðal þátttakenda voru ungir spilarar sem í vetur hafa tekið þátt í ungliðabridds, kennslu undir leiðsögn Ingimundar Jónssonar. Jafnt var í efstu sætum á mótinu utan þess sem forysta Magnúsar Magnússonar skipasmiðs frá Akranesi var býsna afgerandi allt mótið. Fór svo að hann bar sigur úr býtum með 60,4% skori. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 54,5% voru Einar Guðmundsson á Akranesi og Egill Kristinsson í Örnólfsdal. Fjórði var Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum og Baldur Björnsson á Múlastöðum í fimmta sæti. Helga Jónsdóttir frá Kópareykjum varð í sjötta sæti en hún er ein af nýliðunum sem stundað hefur ungliðabridds í vetur og var hún að spila á sínu fyrsta móti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir