Ljósm. úr safni/ jho.

Þurfa á sigri að halda

Skagamenn þurfa að sigra í lokaleik 2. deildar karla og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að komast í úrslitakeppni deildarinnar. Þeir léku tvisvar í vikunni og töpuðu báðum leikjunum. Fyrst máttu þeir játa sig sigraða gegn Leikni R. á Akranesi 108-118 þegar liðin mættust á þriðjudag.

Skagamenn léku svo aftur á sunnudaginn þegar þeir mættu liði KV á útivelli. Í þeim leik hefði hvort liðið sem er geta farið með sigur af hólmi, því þegar lokaflautan gall munaði aðeins einu stigi á liðunum. Skagamenn þurftu að bíta í hið súra epli og játa sig sigraða, 102-101.

ÍA situr í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig og á einn leik eftir í mótinu. Skagamenn eru tveimur stigum á eftir KV, sem sömuleiðis eiga einn leik eftir, en tveimur stigum á undan Leikni R. sem á tveimur leikjum meira eftir. Skagamenn þurfa því að sigra sinn leik og treysta á hagstæð úrslit annarra leikja til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppni 2. deildar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir