Fjallað um heilablóðfall í Hjálmakletti

Heilaheill er félag slagþolenda (heilablóðfallssjúklinga), aðstandenda og fagaðila á landsvísu og hefur að undanförnum misserum verið með fræðslu- og kynningarfundi um land allt og nú er komið að almenningi í Borgarbyggð. Slíkur kynningarfundur verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. Þetta fræðsluerindi er ókeypis og opið öllum sem hafa áhuga á málefninu og eru hvattir til að taka með sér gesti. Gestir fundarins verða Gunnlaugur A Júlíusson, Hjalti R Benediktsson og fleiri.

Félagið Heilaheill er með reglulega og vel sótta morgunfundi í Reykjavík og Akureyri þ.e.a.s. fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 11-13 í Sigtúni 42 og annan miðvikudag hvers mánaðar í Stássinu, Greifanum, Glerárgötu 20 á Akureyri. Þeir fundir eru fyrir alla sem áhuga hafa á málefninu. Félagið er aðildarfélag að ÖBÍ; í samstarfi LSH og Samtaug (Samráðshóp taugasjúklingafélaga).

Líkar þetta

Fleiri fréttir