Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu í Snæfellsbæ

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu á milli Ólafsvíkur og Rifs í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð þyrlunnar sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar. Sjúkrabíll flutti hina slösuðu á flugvöllinn í Rifi en þar lenti TF-LIF um klukkan fjögur í nótt. Þyrlan flutti hina slösuðu til Reykjavíkur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir