Volgnaði heldur betur undir íslenskum briddsspilurum

Margir af fremstu briddsspilurum landsins voru á faraldsfæti um liðna helgi. Meðal annars fór 24 manna hópur til þátttöku á Samverkstvímenningnum í Færeyjum. Á ferðalagi milli staða lenti hópurinn hins vegar í miður skemmtilegu atviki þegar eldur gaus upp í rútu sem ferjaði þá milli staða. „Við hefðbundna tóbaksreykjarinnöndun bættist svo hressilega við í háls og lungu öllu verri reykur, þegar rútan sem ferjaði okkur í Gásadal á sunnudeginum brann undan afturendanum á okkur. Upptök eldsins voru í vélarrýminu aftast og við sem sátum aftarlega í rútunni höfðum andað nokkru af þessum unaði að okkur, áður en okkur fór að volgna verulega á afturendanum og áttum fótum fjör að launa,“ skrifar Sigurður Skagfjörð Ingimarsson um upplifun sinni af þessu óhappi. Hópurinn slapp með skrekkinn og að öðru leyti gekk ferðin vel og dásama íslensku spilararnir gestrisni Færeyinga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira