Myndin sýnir 12 mánaða breytingu í nýtingu gistirýmis fyrir tímabilið febrúar 2018 til janúar 2019 borið saman við sama tímabil árið áður. Heimild: Hagstofa Íslands.

Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi mest á Vesturlandi

Ferðamenn í Leifsstöð voru ríflega 132 þúsund í febrúar og fækkaði um 8% samanborið við febrúar 2018. Í skammtímahagvísi ferðaþjónustunnar sem Hagstofan gefur út kemur fram að talið er að sú fækkun sem varð á erlendum farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs megi eingöngu rekja til fækkunar ferðamanna. Reiknað er með að sjálftengifarþegum og dagsferðamönnum hafi fækkað í sama hlutfalli og ferðamönnum. Í skammtímahagvísinum kemur einnig fram að verulega dregur úr nýtingu gistirýmis á Austurlandi í febrúar og lítilsháttar fækkun varð sömuleiðis á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar mælist veruleg aukning gistingar á vestanverðu landinu og er hún sú mesta á landinu, eða 27% á síðustu tólf mánuðum. Sömu sögu er að segja að umferð um þjóðvegina samkvæmt talningu Vegagerðarinnar á 14 stöðum á landinu. Á Vesturlandi óku að jafnaði 10.765 bílar á dag í febrúar, en þeir voru 8.808 í febrúar fyrir ári. Aukningin nemur 22% milli ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira