Sementsstrompurinn á Akranesi. Ljósm. kgk.

Stefnan að fella strompinn í næstu viku

Stefnt er að því að fella sementsstrompinn á Akranesi næstkomandi fimmtudag, 21. mars. Stjórnvöld á Akranesi vinna þessa dagana með lögreglu að áætlun um rýmingar og hvernig girða þurfi svæðið af þegar strompurinn verður felldur. Þá er ljóst að veðrið kemur til með að hafa sín áhrif á endanlega dagsetningu. Þetta kom fram í máli Ragnars B. Sæmundssonar, bæjarfulltrúa og formanns skipulags- og umhverfisráðs, á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 12. mars síðastliðinn.

Strompurinn verður sprengdur í tvennu lagi. Annars vegar verður sprengt í um 25 metra hæð og fjórum sekúndum síðar verður sprengt við rætur strompsins. Í síðustu viku var brotið úr strompnum við rætur hans til að hægt verði að koma fyrir sprengihleðslunni.

Það er fyrirtækið Work North ehf. sem annast niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunanr sálugu á Akranesi. Felling strompsins er unnin í fullu samráði við undirverktakann Dansk Sprængings Service, sem veitir sérfræðiaðstoð, skipuleggur fellinguna og mun stýra þeirri framkvæmd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira