Dominykas Zupkauskas og félagar hans í Snæfelli sigruðu lokaleik vetrarins gegn Sindra. Ljósm. sá.

Snæfellingar enduðu mótið á sigri

Snæfellingar gerðu góða ferð austur til Hornafjarðar og sigruðu Sindra, 63-69, í lokaleik Hólmara í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi.

Liðin fylgdust af framan af fyrsta leikhluta og staðan var jöfn, 9-9, eftir sex mínútna leik. Þá náðu Snæfellingar góðum kafla og höfðu þægilegt forskot eftir upphafsfjórðunginn, 25-12. Hólmarar voru áfram sterkari í öðrum leikhluta. Þeir juku forystuna lítið eitt fram að hálfleiknum og leiddu með 18 stigum í hléinu, 44-28.

Snæfellingar áttu erfitt uppdráttar í þriðja leikhluta og skoruðu aðeins tíu stig allan leikhlutann. Sindramenn minnkuðu muninn á meðan og alla leið niður í fimm stig seint í fjórðungnum. Snæfellingar áttu hins vegar lokaorðið í leikhlutanum og fóru með níu stiga forskot inn í fjórða leikhlutann. Þar voru þeir sterkari framan af, en heimamenn voru ekki af baki dottnir, minnkuðu muninn í fjögur stig þegar þrjár mínútur voru eftir og hleyptu spennu í leikinn. Snæfellingar stigu hins vegar ekki feilspor á lokamínútunum og fóru að lokum með sigur af hólmi, 63-69.

Dominykas Zupkauskas var stigahæstur í liði Snæfellinga með 25 stig, Ísak Örn Baldursson skoraði 19 stig og reynsluboltinn Darrel Flake skoraði ellefu stig og reif niður 18 fráköst.

Ivan Kekic fór fyrir liði Sindra með 21 stig og sex fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson skoraði 13 stig og tók fimm fráköst, Matic Macek skoraði 13 stig og gaf fimm stoðsendingar og Nikolas Susa skoraði tíu stig og gaf átta fráköst.

Snæfellingar ljúka leik í 1. deild karla með fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur fyrir ofan botnlið Sindra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira