Ljósm úr safni/ sá.

Mikilvægur sigur Snæfells

Snæfellskonur unnu mikilvægan sigur í Domino‘s deildinni þegar þær lögðu KR í Stykkishólmi á miðvikudagskvöld. Snæfell náði undirtökunum snemma leiks og var feti framar allt til leiksloka. Hólmarar fóru með sigur af hólmi, 89-81.

Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks og staðan var 8-7 fyrir Snæfellskonum eftir fjögurra mínútna leik. Þær náðu síðan góðum kafla um miðjan leikhlutann og leiddu með ellefu stigum að honum loknum, 27-16. Snæfell stjórnaði áfram ferðinni í öðrum leikhluta og hélt KR-ingum í þægilegri fjarlægð. Hólmarar leiddu í hléinu með 53 stigum gegn 40.

Þannig hélt gangur leiksins áfram í síðari hálfleik. Snæfell leiddi með um það bil tíu stigum allan þriðja leikhluta og KR-ingar virkuðu ekki líklegir til að gera neina alvöru atlögu að forystunni. Staðan eftir þrjá leikhltua var 74-63, Snæfelli í vil. En gestirnir voru ákveðnir í upphafi lokafjórðungsins og minnkkuðu muninn í sex stig. Snæfell svaraði fyrir sig en aftur minnkaði KR muninn. Snæfell stóðst hins vegar bæði áhlaupin og fór að lokum með átta stiga sigur af hólmi, 89-81.

Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 35 stig, tók 14 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal fimm boltum. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 14 stig og tók fimm fráköst, Angelika Kowalska var með 13 stig og sjö fráköst, Katarina Matijevic skoraði tólf stig og sjö fráköst og Rebekka Rán Karlsdóttir var með tíu stig.

Orla O‘Reilly skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst í liði KR, Vilma Kesanen var með 19 stig, Kiana Johnson skoraði 17 stig, tók átta fráköst, gaf ellefu stoðsendingar og stal sex boltum og Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir skoraði ellefu stig og tók fimm fráköst.

Baráttan um fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni er í algleymingi. Snæfellskonur hafa 28 stig í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir KR þegar þrjár umferðir eru eftir. Næsti leikur Snæfells er Vesturlandsslagur gegn Skallagrími miðvikudaginn 20. mars. Sá leikur fer fram í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira