Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni í leik með ÍA síðasta sumar. Ljósm. gbh.

Jóhannes Karl semur við ÍA til fimm ára

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur endurnýjað samnining sinn við Knattspyrnufélag ÍA um þjálfun meistaraflokks karla til næstu fimm ára. Jóhannes Karl er sem kunnugt er alinn upp hjá ÍA og hefur mikla reynslu sem leikmaður hérlendis. Á sínum atvinnumannaferli á erlendri grundu lék Jóhannes með liðum á borð við Real Betis, AZ Alkmaar, Wolverhampton Wanderers, Burnley,  Aston Villa og Leicester City, auk þess að eiga 51 leik að baki fyrir A landslið Íslands.

Jóhannes Karl tók við þjálfun meistaraflokks karla í október 2017, en áður stýrði hann liði HK. Undir hans stjórn sigruðu Skagamenn 1. deild karla síðasta sumar og leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik á komandi keppnistímabili. Á vef ÍA segir að mikil ánægja hafi verið með Jóhannes Karl og gott gengi síðasta sumars sé til vitnis um það. „Starf hans hjá ÍA hef einkennst af miklum metnaði og sigurvilja sem hefur smitað út frá sér í öllu starfi félagsins,“ segir á vef KFÍA. „Ég er mjög ánægður með það mikla traust sem mér er sýnt með því að framlengja samning minn við ÍA sem þjálfari meistaraflokks karla. ÍA er félagið sem ég er alinn upp í og félagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt félag og þar vil ég halda áfram að taka þátt í frábæru starfi. Framtíðin er björt í fótboltanum á Akranesi og framundan er metnaðarfullt uppbyggingarstarf,“ segir Jóhannes Karl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira