Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Ljósm. úr safni.

Þórdís Kolbrún verður dómsmálaráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Mun Þórdís taka við embættinu tímabundið, ásamt öðrum störfum. Þetta hefur Vísir eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks í dag, þar sem rætt var um þá stöðu sem upp er komin eftir að Sigríður vék úr embætti dómsmálaráðherra í gær.

Á Vísi er haft eftir Bjarna að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og að Þórdís muni sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira