Suðurnesjamenn sameinast VR

Félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja (VS) samþykktu í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær að sameina félagið VR. Til að sameining yrði samþykkt þurfti samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fullgildra félagsmanna VS. Niðurstaðan var sú að 82,54% félagsmanna VS sem þátt tóku í kosningunni samþykktu sameiningu en 17,14% voru henni mótfallin. VS mun því sameinast undir nafni og kennitölu VR frá og með 1. apríl 2019 að því gefnu að sameining verði samþykkt af hálfu VR á aðalfundi félagsins 27. mars næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira