Börkur Árnason skellti sér í nokkra lausa róðra á Bárði SH og þarna er hann að landa stórum og fallegum þorski, en aflinn þennan dag var 38 tonn. Ljósm. af.

Mokfiskerí í öll veiðarfæri

„Það hefur verið vægast sagt mokveiði í öll veiðarfæri hjá bátunum á Breiðafirði að undanförnu, þegar gefur á sjó,“  segir Þórður Björnsson hafnarvörður í Ólafsvík í samtali við Skessuhorn. Netabáturinn Bárður SH hefur mokfiskað og landað allt að 40 tonnum yfir daginn, en til þess að koma öllu þessu magni að landi hefur báturinn landað tvisvar sinnum yfir daginn. Línubátar hafa einnig mokfiskað og sumir náð yfir 20 tonnum og sama má segja um dragnótarbátana. „Það er sami moksturinn á þeim. Menn eru þegar farnir að halda að sér höndum til þess að klára kvótann ekki of snemma,“ bætir Þórður við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira