Gísi Höskuldsson og Hlini Eyjólfsson við eldhúsborðið á Uppsölum. Ljósm. mm.

„Fyrir mig var þessi ferð dálítið eins og uppgjör við liðinn tíma“

Við hverfum rúm sjötíu ár aftur í tímann. Á bæinn Uppsali í Hálsasveit er ellefu ára drengur sendur í vist til vandalausra. Móðir hans hafði alið hann upp ein, fyrstu þrjú árin á Húsavík við Skjálfandaflóa, en eftir það í Reykjavík þar sem hún vann þau störf sem buðust. Kjörin voru afar kröpp, svo bág að hún ákveður að senda drenginn sinn í vist til vandalausra upp í Borgarfirði. Honum var komið þar fyrir eins og sagt er.

„Mamma hafði kynnst kerlingu þarna úr sveitinni, sem var flutt suður, en vissi til þess að á Uppsölum vantaði léttadreng. Þeim kom því saman um að þetta væri góður ráðahagur. Ég var því sendur að Uppsölum ellefu ára gamall og átti eftir að vera þar í tæp þrjú ár. Gekk í farskóla í sveitinni og endaði þessa sveitadvöl mína á að læra sund í Reykholti og ganga um leið til prests og fermast hjá Séra Einari Guðnasyni í Reykholti vorið 1946.“

Það er Hlini Eyjólfsson fyrrum sjómaður, en nú ekkill búsettur á Akranesi, sem segir frá. För hans og blaðamanns var heitið upp í Borgarfjörð í liðinni viku. Ákveðið hafði verið að vitja þessara æskuslóða Hlina, fara í bíltúr í sveitina og rifja upp minningabrot frá unglingsárum sem óneitanlega sitja í drengnum. Í þessa vist fór hann nefnilega ófús og var feginn þegar henni lauk.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir