Þrumur og eldingar í gærkvöldi

Óvenju öflugt eldingaveður gekk yfir suðvesturhorn landsins í gærkvöldi. Íbúar á svæðinu urðu margir hverjir varir við kröftugar eldingarnar, mikla blossa og þungar drunur sem þeim fylgdu. Eldingarnar voru í um 250 km skúragarði sem lá frá Snæfellsnesi til suðausturs að Vestmannaeyjum um kl. 20:00 í gær. Veðrið gekk frekar hratt yfir, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Á meðan eldingaveður stendur getur verið varasamt að vera á ferðinni. Best er að halda sig innandyra, eða í bíl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira