Skagamenn munu leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

Pepsi deildin verður Pepsi Max deildin

Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport og Ölgerðin Egill Skallagrímsson, hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslansmóts karla og kvenna í knattspyrnu. Breytt verður um nafn og munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar næstu þrjú árin í stað Pepsi deildanna áður. Haft er eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að þar á bæ hafi mönnum þótt eiga betur við að tengja knattspyrnuna við sykurlausan drykk. „Við erum afar stolt og ánægð að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsi deildin í Pepsi Max deildin er til komin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max,“ er haft eftir Andra á Vísi. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands og Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum, lýstu jafnframt yfir ánægju sinni með samninginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira