Fundur um hrossarækt haldinn í Borgarnesi í næstu viku

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur eru um þessar mundir á ferð um landið og halda fræðslufundi um málefni hrossaræktarinnar. Helstu málefni sem ber á góma eru þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt, dómsskalinn, þ.e. þróun og betrumbætur, nýir vægisstuðlar eiginleikanna auk málefna Félags hrossabænda. Fundur verður haldinn í Borgarnesi miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 20:30 og fer hann fram í félagsheimili hestamannafélagsins Borgfirðings.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira