Frá Stykkishólmshöfn í morgun. Ljósm. sá.

Sjór gengur á land

Mjög hásjávað er undan vesturströndinni í dag og ölduðhæð er sömuleiðis óvenjumikil út af vestur- og suðurströnd landsins. Því veldur há sjávarstaða og djúp lægð vestur af landinu.

Íbúar á Vesturlandi hafa þegar orðið varir við óvenju háa stöðu sjávar. Sjór hefur til að mynda gengið á land í Stykkishólmi. Er þar engu líkara en að bátarnir í höfninni standi á kæjanum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í morgun. Sumarliði Ásgeirsson, tíðindamaður Skessuhorns í Stykkishólmi, segir Hólmara ekki muna eftir öðru eins.

Gamla trébryggjan í Rifshöfn var sömuleiðis komin í kaf, enda mældist flóðið þar í 4,5 metrum laust eftir kl. 8:00 í morgun.

Eins og greint var frá á vef Skessuhorns í gær er gert ráð fyrir að ölduhæð geti orðið allt að átta til tíu metrar vestur af landinu og allt að 14 metrar á vesturdjúpi nálægt miðnætti á fimmtudag. Landhelgisgæslan varar sjófarendur við krefjandi aðstæðum og hvetur þá til að fylgjast vel með ölduspá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira