Töluverð hreyfing á fylgi miðað við síðustu kosningar

Ef gengið yrði til kosninga nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn stuðning 22,7% landsmanna, Samfylking 15,9% og Framsóknarflokkur 13,5%. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala frá síðustu könnun MMR og er nú 11,1%. Fylgi Pírata minnkaði sömuleiðis um rúmlega eitt og hálft prósentustig og fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingum. Flokkur fólksins bætir við sig og mælist nú 6,9%. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega frá síðustu könnun, en 42,8% sögðust styðja hana nú samanborið við 41,5% í síðustu mælingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira