Soffía G Þórðardóttir ljósmóðir. Ljósm. kgk.

„Ljósmóðir er með fólki á gleðiríkustu stundum þess í lífinu“

Soffía G. Þórðardóttir ljósmóðir fagnaði sjötugsafmæli sínu á mánudaginn, 18. febrúar síðastliðinn og átti 52 ára brúðkaupsafmæli sama dag. Hún fagnaði áfanganum með stórveislu á Gamla Kaupfélaginu á sunnudaginn, í faðmi fjölskyldu og vina. Soffía starfaði sem ljósmóðir á Akranesi í fjörtíu ár og hefur fylgt ófáum börnum fyrstu sentímetrana í lífinu. „Ég tapaði tölunni á ljósubörnunum mínum í kringum árið 2000. En ég hef örugglega tekið á móti milli fjögur og fimm hundruð börnum í gegnum tíðina,“ segir Soffía. „Ég var aldrei í fullri vinnu eftir að ég fékk börnin mín nema stundum á sumrin, annars væru ljósubörnin auðvitað mun fleiri,“ bætir hún við. „Fyrsta barnið sem ég tók á móti var stúlkubarn sem kom í heiminn þegar ég var í náminu í Reykjavík. Það var 11. janúar 1973. Hún heitir Berglind Guðmundsdóttir og er í dag prestsfrú á Hvammstanga.

Lesa má ítarlegt viðtal við Soffíu ljósmóður í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira