Kúabændur kolfelldu afnám kvóta í mjólkurframleiðslu

Niðurstaða er fengin í atkvæðagreiðslu mjólkurframleiðenda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð yfir í eina viku, en lauk á hádegi í dag og er niðurstaðan kynnt á vef Bændasamtakanna. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda. Á kjörskrá voru 558 innleggjendur og alls greiddu 493 atkvæði eða 88,35%. Atkvæði féllu þannig að 10,14% sögu já við spurningunni: „Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu.“ 441 eða 89,41% kusu hins vegar með valmöguleikanum: „Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu.“ Tveir tóku ekki afstöðu.

„Niðurstaðan er stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. Nú verða áherslur mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu og stefnumörkunar um aðra þætti samningsins sem koma þurfa til endurskoðunar,“ segir í frétt BÍ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira