Frábær sýning fyrir alla aldurshópa

Þessa dagana standa yfir sýningar á leiksýningunni Leitinni í Bíóhöllinni á Akranesi. Sýningin er sett upp af unglingastigi Brekkubæjarskóla og koma allir nemendur sem það vildu auk kennara að henni. Verkið var frumsýnt síðastliðinn föstudag, 15. febrúar. Skessuhorn skellti sér á Leitina á laugardag og mælir hiklaust með sýningunni.

Sögusvið verksins er Akraneskaupstaður við upphaf Írskra daga. Sagan segir frá börnum á leikskóla sem leiðist alveg óskaplega og eru ekki par hrifnir af leikskólakennaranum sínum, hinni þýskættuðu Geirtrúd, sem stjórnar með heraga og rífur kjaft. Þau ræða heimsmálin í sandkassanum og ákveða síðan að strjúka og heimsækja ömmur sínar og afa, sem þau fá aldrei að heimsækja vegna anna hjá foreldrum sem eru of uppteknir við lífsgæðakapphlaupið. Á leiðinni lenda krakkarnir í alls konar ævintýrum, hitta meðal annars unglinga, löggur, túrista í leit að Akranesvita og hinum fræga Hilmari vitaverði sem þar ræður ríkjum. Einnig rekast krakkarnir á leðurklædd mótorhjólagengi og gellur á leiðinni á Írska daga. Inn á milli eru senur af eldri borgurunum á Höfða sem heyra ekki hálfa heyrn en tala um gamla tíma og löngun sína til að skella sér á Lopapeysuballið.

Leikritið er fullt af húmor og gleði en líka spennu og gaman er að sjá krakkana halda sér í karakter allan tímann. Eiga margir hverjir framtíðina fyrir sér á leiksviðinu ef þeir halda áfram þar. Boðskapur sögunnar er ádeila á lífsgæðakapphlaupið, að fólk þurfi að staldra við og huga að mikilvægi samverunnar. Verkið er mjög lifandi og tónlist, dans og söngur skipa stóran sess í sýningunni. Hvergi er slegin feilnóta þar og má sjá mikla hæfileika á sviðinu. Sýningin er fagmannlega unnin, ljósin eru skemmtileg og sviðshönnun full af litum og tæknibrellum. Tónlist og dans skipar stóran sess af sýningunni og hvergi er slegin feilnóta þar. Leitin er frábær sýning fyrir alla aldurshópa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira