Hér fær ung stúlka aðstoð við að beita slökkvitæki á opinn eld í æfingakari.

Opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Síðdegis í gær var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar með opið hús og æfingu í slökkvistöðinni við Kalmansvelli á Akranesi. Auk þess að geta skoðað búnað slökkviliðsins var gestum sýnt þegar slökkviliðsmenn athöfnuðu sig við sviðsett umferðaróhapp. Þurftu þeir að beita klippum á bíl sem lent hafði í óhappi en ökumaður sat fastklemmdur í bílnum. Þá var eldur lagður að öðrum bíl og eldurinn síðan slökktur. Einnig gat fólk, börn sem fullorðnir, spreytt sig á að slökkva eld í kari. Á þessari æfingu tóku jafnframt tíu nýráðnir slökkviliðsmenn formlega til starfa, en þeir voru ráðnir úr hópi umsækjenda um starf slökkviliðsmanna á síðasta ári.

Eldur slökktur í bíl með One-Seven froðu. Aftari slökkviliðsmaðurinn er með hitamyndavél og leiðbeinir þeim sem stýrir slöngunni.

Umferðarslys sviðsett. Tveir bílar lentu í árekstri. Beita þurfti klippum á annan bílinn til að ná ökumanni út, en eldur kom upp í hinum bílnum.

Hér eru sex af tíu nýliðum í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Klippibúnaði komið fyrir á segldúk áður en byrjað var að nota tækin.

Klippibúnaði beitt á bílinn. Annar slökkviliðsmaður er inni í bílnum og ver ökumann sem þar sat fastur fyrir málmflísum og öðru við atgang klippanna.

Gestir fylgdust áhugasamir með æfingunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira