Á flestum borðum voru miklar umræður áður en fundurinn hófst. Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri Teigasels, er næst í mynd. Við hlið hennar er Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri Garðasels, sem stjórnaði fundinum.

Leikskólafólk boðaði til baráttufundar á Degi leikskólans

Stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskólanna á Akranesi boðuð til baráttufundar miðvikudaginn 6. febrúar sl., í tilefni af Degi leikskólans. Fundurinn var afar vel sóttur, en milli 70 og 80 manns úr starfliði leikskólanna leikskólanna fjögurra á Akranesi lögðu leið sína á fundinn. Leikskólarnir fjórir eru Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel.

Á fundinum voru kjaramál kennara og starfsmanna leikskólanna til umræðu, auk þess sem rætt var um starfsaðstöðu í leikskólum bæjarins og stöðu leikskólanna á Akranesi almennt. Í lok fundar var síðan lesin upp og samþykkt ályktun þar sem leikskólafólk á Akranesi lýsir áhyggjum af stöðu og þróun leikskólamála í bæjarfélaginu og kallar eftir samtali við bæjaryfirvöld þar um.

Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri Garðasels, stjórnaði fundinum. Hún byrjaði á að fara yfir dagskrána og sagði nokkur orð. Í máli hennar kom fram að pláss væri á þrotum í leikskólum bæjarins, leikrými á hvert barna væri of lítið og of mörg börn á deildum. Vakti hún máls á því að bæjaryfirvöld hefðu ekki mótað skýra stefnu til framtíðar í leikskólamálum í bænum fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk að vinna eftir. „Sú stefna ætti að vera til,“ sagði Ingunn og kallaði eftir því að hún yrði mótuð sem fyrst. Því næst kynnti Ingunn til leiks gesti kvöldsins, þá Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara og Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélag Akraness. Ræddu þeir um kjaramál starfsfólks leikskólanna, Haraldur um kjaramál leikskólakennara og Vilhjálmur um kjaramál ófaglærðra starfsmanna.

Ítarlega frásögn frá fundinum má lesa í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira