Berserkir fjárfestu í nýjum björgunarbáti. Ljósm. sá.

Berserkir fá nýjan bát

Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi fékk á dögunum nýlegan harðbotna slöngubát af gerðinni Ribcraft. „Báturinn er árgerð 2014 og kemur til með að leysa af hólmi eldri bát sveitarinnar, sem var af gerðinni Atlantic 21, árgerð 1985,“ segir Kristján Lár Gunnarsson í samtali við Skessuhorn.

„Nýi báturinn er sex metra langur og knúinn áfram af tveimur 90 HP Suzuki utanborðsmótorum sem skila bátnum á 35 hnúta hraða. Hann er vel búinn tækjum til siglingar og á vonandi eftir að nýtast sveitinni vel,“ segir Kristján Lár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira