Ragnar Þór sjálfkjörinn formaður VR

Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í gær, 11. febrúar. „Kjörstjórn VR hefur úrskurðað eitt einstaklingsframboð til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borið en það er framboð Ragnars Þór Ingólfssonar og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Önnur framboð til formanns bárust ekki. Þá hefur kjörstjórn VR fengið 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra. Fundur verður haldinn með frambjóðendum kl. 12.00 miðvikudaginn 13. febrúar og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum,“ segir í tilkynningu. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira