Það hvorki gekk né rak hjá Snæfelli gegn Hetti á föstudagskvöld. Ljósm. sá.

Snæfellingar rótburstaðir

Snæfellingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Hött, þegar liðin mættust í 1. deild karla í Stykkishólmi á föstudagskvöld. Leikurinn var alger einstefna frá fyrstu mínútu og endaði með risasigri gestanna frá Egilsstöðum, 36-122.

Mikil kraftur var í liði Hattar í fyrsta leikhluta, þar sem þeir skoruðu 35 stig gegn tíu stigum Snæfellinga. Annar leikhluti var nánast alveg eins og sá fyrsti, gestirnir skoruðu nánast að vild en hvorki gekk né rak hjá heimamönnum. Staðan í hléinu var 18-66.

Snæfellingar skoruðu aðeins fimm stig allan þriðja leikhluta gegn 37 stigum gestanna. Hattarmenn slökuðu aðeins á í lokafjórðungnum, þar sem þeir skoruðu 19 stig gegn 13 stigum Hólmara. Lokatölur urðu 36-122, Hetti í vil.

Það var fátt um fína drætti á stigatöflunni í liði Snæfells. Ísak Örn Baldursson skoraði sjö stig Dawid Einar Karlsson skoraði sjö stig og tók fimm fráköst. Aron Ingi Hinriksson var með sex stig og Darrel Flake sex stig og sjö fráköst.

Charles Clark var atkvæðamestur í liði Hattar með 30 stig og sex fráköst. Andrée Farse Michelsson skoraði 21 stig, André Hughes var með 20 stig og 13 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 15 stig og Dino Supcic var með 14 stig.

Snæfellingar hafa tvö stig eftir 16 leiki í botnsæti deildarinnar. Næst leika þeir mánudaginn 18. febrúar næstkomandi, þegar þeir heimsækja Fjölni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gestur úr Elkem til Veitna

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki... Lesa meira