Svipmynd frá verðlaunaafhendingu. Ljósm. iss

Siguroddur varði sæti sitt í slaktaumatöltinu

Fyrsta mót ársins í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram á föstudagskvöldið í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Rúmlega hundrað gestir mættu til að horfa á, en keppt var í slaktaumatölti. Efstur eftir forkeppni var Siguroddur Pétursson á hryssunni Eldborgu frá Haukatungu Syðri. Héldu þau sæti sínu í úrslitum og sigruðu með 7,3 í einkunn. Þar með varði Siguroddur sæti sitt frá síðasta ári, en hann keppti þá á Hryn frá Hrísdal. Í liðakeppnin bar lið Söðulsholts sigur úr býtum en það skipuðu þau Leifur Georg Gunnarsson, Anna Renisch og Fredrica Fagerlund. Að þessu sinni voru einnig riðið til B úrslita og var það Leifur Gunnarsson og Sveðja frá Skipaskaga sem unnu í þeim með 6,75 í einkunn.

Eftirtalin urðu efst í einstaklingskeppni:

Nr. 1. Eldborg frá Haukatungu Syðri og Siguroddur Pétursson

Nr. 2. Prins frá Skúfslæk og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.

Nr. 3. Sómi frá Kálfsstöðum og Heiða Rún Sigurjónsdóttir.

Nr. 4. Stígandi frá Efra Núpi og Fredrica Fagerlund.

Nr. 5. Ísar frá Skáney og Haukur Bjarnason.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira