Spýja þessi féll úr Akrafjalli á föstudaginn. Ljósm. Björgunarfélag Akraness.

Spýja féll úr hlíðum Akrafjalls

Síðastliðinn föstudag féll lítið snjóflóð úr norðvesturhlíðum Akrafjalls, ofantil á móts við Reynisrétt. Frá þessu var greint á Facebook síðu Björgunarfélags Akraness þar sem meðfylgjandi mynd var birt. „Þetta er góð áminning. Snjóflóð geta fallið í hvaða brekku sem er, sé snjór til staðar og réttar veðuraðstæður, en algengt í 30-60 gráðu halla.“

Björgunarfélagsfólk notar tækifærið og minnir fjallgöngufólk að vera vakandi fyrir snjóflóðahættu á ferðum sínum. „Í vetrarferðum er rétt að vera með snjóflóðaýla, skóflu og snjóflóðastöng meðferðis. Sleðamenn og skíðamenn í dag geta líka verið með bakpoka með innbyggðum púða sem blæs upp í þvi skyni að minnka líkur á að viðkomandi grafist undir flóði lendi hann í því. Síðan þarf að kunna að nota búnaðinn í neyð! Staðreyndin er sú að lífslíkur þess sem grefst í flóði eru góðar náist hann upp mjög fljótt (helst innan 15 mínútna). Þá reynir á félagana að bjarga. Eftir þann tíma fara lífslíkur hratt minnkandi.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira