Víða hálka, hálkublettir og snjóþekja á vegum

Á Vesturlandi er víða hálka á vegum, hálkublettir eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur. Hálka og Skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt skyggni, að því er fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar. Ófært er um Fróðárheiði, skv. töflu Vegagerðarinnar um færð í landshlutanum.

Víðast eru vegir greiðfærir á Suðvesturhorni landsins en hálkublettir eru á Mosfellsheiði og nokkrum stökum leiðum. Hvasst er á Kjalarnesi.

Annar bakki úr norðri stefnir á landið norðan- og austanvert landið fyrir kvöldið. Búist er við 14-20 m/s, skafrenningi og hríðarveðri með köflum fram á nótt frá Holtavörðuheiði, norður og austur um allt að sunnanverðum Austfjörðum.

Tilkynningu Vegagerðarinnar fylgir ábending um hálkuvarnir. Kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vega. Hluti hálkuvarnarefnisins fýkur af við dreyfingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið hált áfram, þrátt fyrir hálkuvarnir og ástæða til að minna ökumenn á það.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira