Valdís Þóra komst ekki áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa Vic Open mótinu í Ástralíu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Valdís lék fyrsta hring mótsins á pari og annar hringurinn var leikinn í nótt. Hún byrjaði ekki vel og fékk skramba strax í upphafi. Henni tókst að koma sér aftur niður á parið eftir tíu holur en tapaði tveimur höggum á næstu tveimur holum. Hún fékk síðan fugl á 16. holu og þurfti annan fugl til að tryggja sig áfram á mótinu. Fuglinn kom hins vegar ekki. Valdís fékk skolla á 17. holu og þar með ljóst að hún kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Hringnum lauk Valdís á 75 höggum og endaði mótið á tveimur höggum yfir pari.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira